fimmtudagur, 19. desember 2013

Helgarmaturinn - Pestó kjúklingaréttur


Jólin nálgast, og allir í óða önn að versla gjafir.
Jólastússast og þrífa.

Er ekki gott að hafa þá eitthvað fljótlegt og gómsætt í matinn.
Ég ætla að gefa ykkur uppskrift af mjög einföldum pestó kjúklingarétt.


Uppskrift

Pestó kjúklingaréttur

það sem þarf er:

Nokkrir sveppir (fer eftir smekk)
tagliatelle pasta
2 bringur
ein krukka rautt pestó (frá sacla)
pipar
oregano
töfrakrydd eða eðalkrydd (pottagaldrar)
rjómi


hvítlauks baguette

la baguette brauð
bríe með hvítlauksrönd



Aðferð:

tagliatelle pastað er soðið í potti
sveppir steiktir á pönnu.
Mér finnst gott að hafa frekar mikið af sveppum, en auðvitað er það smekksatriði.

bringurnar steiktar, og skornar í litla bita.
gott að krydda þær örlítið með pipar, oregano og töfrakryddi.

Á meðan pastað sýður og kjúklingurinn steikist.
þá er pestóið sett í pott og rjómanum bætt við, þar til hún er ekki of þykk.
Síðan er sveppunum bætt útí sósuna, og hrært vel.

Ef þið viljið æðislegt hvítauksbrauð með, þá verðið þið að prófa þetta.

Takið eitt la baguette (fæst í bónus nokkur i pakka)
skerið ská raufar í brauðið
takið síðan hvítlauks bríe
skerið þunnar sneiðar og setijið ofaní raufarnar.

Og síðan inní ofn, þar til það verður gyllt að lit.

Skellið síðan pastanu á disk og kjúklingaréttinn ofaná.
gott er að rífa parmesan eða prímadonnu yfir réttinn.

Þið sem hafið ekki smakkað prímadonnu, þá mæli ég með að prófa :)
fæst í helstu ostabúðunum.

Njótið vel !








Engin ummæli: