í langan tíma hef ég verið að leita af hinni fullkomnu möffins uppskrift.
oft þegar ég hef bakað þær, þá hafa þær ekki lyft sér nógu mikið.
verið hálf þurrar og bara ekkert voðalega góðar.
Mig er búið að dreyma um að geta bakað dásamlega góðar möffins.
sem lyfta sér mjög vel.
og eru í senn djúsí og bragðgóðar.
Og vitiði hvað!
um daginn fann ég hina fullkomnu möffins uppskrift.
Ég keypti líka stærra möffins form, svona bakki fyrir sex stórar möffins.
Fékk það í blómaval á um 600 kr.
En hér kemur uppskriftin....
1 og hálfur bolli All purpose hveiti
2/3 bolli sykur
3/4 tsk lyftiduft
3/4 tsk matarsodi
1/4 tsk salt
1 egg
1 bolli sýrður rjomi
5 msk brætt smjör
1 tsk vanilludropar
3/4 bolli súkkulaðidropar
(ég notaði frá nóa síríus)
Ekki lata ykkur bregða hvað deigið verður þurrt.
Mér finnst gott að setja smá slettu af mjólk útí.
Aðferð
tvær skálar
í eina fer þurrefnið
Hveiti, sykur, lyftiduft, matarsódi og salt.
og í hina fer
Egg, sýrður rjómi, vanilludropar, og smjör.
Þessu er hrært vel saman og er síðan hellt í skálina með þurrefnunum.
að lokum fara súkkulaðidroparnir útí.
og síðan er bara að fylla formin.
uppskriftin gerir alveg sex stórar möffins.
Eða 12 litlar.
Mér finnst fínt að fylla formin svona 3/4.
Þessi uppskrift er bara frábær.
Síðan er alltaf hægt að setja t.d litla eplabita, kanilsykur og möndluflögur í þær.
Eða bara hvað sem ykkur dettur í hug.
Verði ykkur að góðu :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli