Það er alltaf gaman að breyta heima við, og hvað þá í barnaherberginu.
Þó ég eigi nú ekki barn sjálf, þá finnst mér gaman að skoða allt sem tengist innanhúshönnun. sama hvaða herbergi það er í húsinu.
Mér finnst líka frábært hvað fólk er að vakna aðeins, og sjá hvað hægt er að gera fyrir lítinn pening.
Það þarf ekki alltaf að fara í fínu flottu búðirnar og eyða mörgum þúsundköllum, í eitthvað sem maður getur fengið ódýrt annarsstaðar og málað til að það verði einsog nýtt.
hér eru nokkrar hugmyndir fyrir barnaherbergið, sem mér finnst voða sætar.
gamlir trékassar, fá nýtt líf sem dótakassar.
bara skella hjólum undir.
Alltaf fallegt að setja veggfóður á vegginn, eða búa til einhverskonar munstur.
hérna finnst mér grái liturinn og mildu tónarnir í veggfóðrinu spila einstaklega vel saman.
Þessi stóll er bara æðislegur. fyrir þær sem eru góðar að prjóna.
Einstaklega sætur kanínustóll.
Fleiri kassar.
Fallegt stelpurherbergi, með bleikum stól sem náttborð.
Alltaf hægt að finna einn slíkan og málann í skemmtilegum lit.
brúnir tonar og frekar hrátt. En eitthvað sjarmerandi við þetta herbergi.
Svol´tið prinsessulegt svona hvítt.
Falleg herðartré, með nöfnunum á börnunum.
Ekkert mál að setja fallega slaufu a og skrifa narfnið með málningu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli