miðvikudagur, 7. maí 2014

Heimilið - Fjársjóðsleitin



í gegnum tíðina hef ég fengið mikið af fallegum hlutum, þá aðallega á nytjamörkuðum og góða hirðinum...
það er svo ótrúlega skemmtilegt hvað maður finnur stundum, mér líður mjög oft einsog ég sé í fjársjóðsleit :)
núna nýlega fann ég þessa fallegu handgerðu skál frá Thaílandi, mér finnst hún mjög falleg svona brún, en er búin að vera að spá hvort ég eigi að mála hana .... hmmmm  er það hvítt? eða ekki?
væri gaman að fá þitt álit.

Svo vildi svo skemmtilega til að nokkrum dögum seinna ákvað ég að labba hring í góða og rakst þá á þetta skemmtilega box með loki, líka handmade frá Thaílandi og í sama stíl og skálin :)  ohh stundum er maður heppinn...

Hér er mynd af skálinni, og fallega útskorna munstrinu :)

hún geymir hluta af skartinu mínu...

Hér er svo mynd af boxinu :)  æðislegt að fá svona sett...



fylgist með í næsta bloggi, þá fáiði að sjá stærri fjársjóð, sem ég er búin að vera að leita eftir lengi....
hmmm hvað gæti það verið...

Þangað til næst
kveðja Álfadísin

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fyndið... ég eignaðist svona skál um daginn, einmitt miði undir merkt tælandi... eftir miklar pælingar gerði ég mína hvíta ;) get sent þér mynd af henni :)