Í dag langar mig að sýna ykkur sniðgua hugmynd fyrir fallegt veggjaskraut.
Við eigum flestar fallegan innkaupapoka sem við höfum fengið erlendis eða í einhverri verslunarferðinni, sem við höfum ekki týmt að henda.
Þennan skemmtilega poka fékk í í danmörku, þegar ég var á loppemarket...
þetta er víst einhver dönsk verslun SIGENSGAARD...
Hann varð fyrir smá hnjaski, en það gefur honum bara meiri karakter.
Ég átti gamlan ramma, og þegar ég og móðir mín vorum á vinnustofunni um daginn, þá datt okkur þetta skemmtilega ráð í hug.
Afhverju ekki bara að setja hann í ramma :)
það þarf ekki einu sinni að vera gler...
bara festa pokann með heftibyssu ...
Algjör snilld...
Þið getið alltaf fengið ódýra flotta ramma í góða hir'inum eða öðrum nytjamörkuðum.
Hér er mynd af pokanum, ég klippti bara handföngin af.
Fallegur viðarrammi sem ég á... var buin að vera lengi á vinnustofunni :) en þjónar nú nýjum tilgangi.
Bara festa pokann að aftann með heftibyssu :) einfalt og töff...
Þangað til næst
kveðja Álfadísin....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli