Stíllinn þinn....
það sem er alveg ótrúlega sniðugt að gera , þegar á að fara að breyta og bæta heima við.
það er að kikja á pinterest eða google og bloggsíður.. til að fá inspiration.
Mér finnst best að byrja á einu herbergi fyrir sig.
og gefa sér góðan tíma í að skoða á netinu og fá inspiration.
gott er að vista myndirnar í tölvunni, já eða nota pinterest undir þær.
Alltaf gott að hafa ákveðin stíl í huga...
finnst þér hvítt rómantískt vera þinn smekkur eða viltu kannski frekar svart og hvítt og meira skandinavískt?
það eru endalausir möguleikar... síðan er líka alltaf gaman að blanda mörgum stílum saman..
t.d var ég mjög hrifin af hvítu og rómantísku en er núna búin að færast yfir í skandinavískt með smá vintage fíling... mestu máli skiptir að þér líði vel heima hjá þér og hafir þá hluti í kringum þig sem að þér þykir vænt um, og þér þykir flottir :)
það geriir heimilið þitt smart, einstakt og sjarmerandi. ekki satt?
Ef þér þykir erfitt að velja hvaða stíl þér þykir flottur , þá er alltaf gott ráð að fá einmitt hugmyndir af netinu og skoða t.d ákveðin húsgögn og skoða hvernig þeim er raða saman..
og reyna að líkja eftir því..
það er endalaust til af dóti á nytjamörkuðum og einnig hægt að flikka uppá þá með smá málningu.
Ef þig vantar einhver ráð eða hugmyndir, þá máttu endilega senda mér línu á fb eða á agustajonas@hotmail.com og ég skal með ánægju gefa þér góðar hugmyndir :)
Ég elska að breyta og gefa öðrum hugmyndir líka...
ég ligg gersamlega yfir pinterest og fleiri síðum í marga klukkutíma á dag, og er stútfull af góðum ráðum.
hér koma nokkrar myndir
af skandinavískum stíl
Einsog þið sjáið þá er skandinavískur stíll mjög norrænn og smart.
mikið um svart, hvítt, brúnt og grátt...
og oft poppar upp smá litur með, tekkið kemur líka sterkt inn eða smá viður.
Annar stíll sem hefur verið mjög vinsæll er shabby chic.
sem er mjög rómantíksur og fallegur.
Þið sjáið muninn á þessum tvem stílum...
mjög ólíkir en samt hægt að blanda þeim soldið saman...
t.d hafa kristal ljósakrónu og hvítar fallegar blúndu gardínur.. en vera með tekk skenkinn og karlstad sófa?? bara leika sér svolítið og hafa gaman af...
Ég ætla að segja þetta nóg í bili, gæti eflaust talað endalaust um falleg heimili og mismunandi stíla.
þangað til næst
kveðja Álfadísin
Engin ummæli:
Skrifa ummæli