sunnudagur, 20. júlí 2014

Blái fjársjóðurinn



Mér fannst ég ekkert smá heppinn um daginn að finna þennan dýrgrip..
algjör fjársjóður að mínu mati.




Finnst þér ekki?

það þarf aðeins að dekra við þetta grey, hann hefur verið málaður nokkrum sinnum, og spreyjaður skærblár...  en ég leit framhjá göllunum og sá kostina við hann.
planið er að pússa hann upp og gera hvítan í antikstíl...  svona pínu slitinn...
Síðan langar mig að breyta honum í vaskaskáp fyrir baðherbergi, því að hann er tilvalinn í það...
hæðin, útlitið o.fl...

hér kemur smá inspiration og hugmndir, ef þið eruð í sömu hugleiðingum og ég.....


Einstaklega smart er að hafa blöndunartækin á veggnum.
myntugrænt re mjög mikið inn núna, og lífgar samstundis uppá hvaða rými sem er.




Hvítt og rómantískt.
Gulllituð blöndunartæki poppa þetta upp..
smart að hafa vaskinn ofaná.



smart.


Hægt er að nýta gamlar kommóður, skápa og borð sem vaskaskáp, ekki þarf alltaf að kaupa nýtt..
gamlir skápar gefa herberginu skemmtilegan karakter.



Fallega blá kommóða notuð sem vaskaskápur, bara fallegt.



Þessi er í samskonar stíl og minn... en persónulega myndi ég láta vaskinn liggja ofaná skápnum.

Engin ummæli: