Mér finnst svo gaman að gefa gömlum hlutum nýtt útlit..
Um daginn fékk ég gamlan furu fataskáp í hendurnar, ég sá alveg möguleikana með hann. Öðru megin er fataslá og hinum megin nokkrar hillur... hann væri mjög flottur í barnaherbergið eða sumarhúsið...
það sem ég byrjaði á að gera var að skoða svipaða skápa á pinterest og fá smá inspiration, því ég var ekki alveg klár á því hvernig litur átti að vera á honum... fyrst hugsaði ég með mér að hvítt væri svo klassískt, en langaði að hafa hann frekar líflegan.
Fann svo þennan dásemdar milda myntugræna lit... og er mjög ánægð með, hvernig hann kemur út.
Gleymdi að taka fyrir mynd , því ég var svo spennt að byrja... hér er fyrsta umferð í vinnslu.
Fulningahurðir eru svo dámalegar og gera mikið fyrir skápinn.
Ég ákvað að mála með hvítum inní fulninguna..
Skápurinn er enn í vinnslu og ég mun að sjálfsögðu sýna loka útkomuna..
Fygist spennt með.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli