mánudagur, 17. nóvember 2014

Tréhönnun - Blue diamond



Ég hef ákveðið að halda áfram að blogga hérna inná Álfadís.
svo þið vitið svona hvað ég er að gera þessa dagana.
núna er ansi stutt eftir af skólanum og styttist í jólafrí, ég er búin að reyna að vera dugleg að taka myndir af því sem ég er að smíða.

Demantsloftljósið er búið að flækjast svolítið fyrir mér þessa önnina, mikið púsl.

Hér er ég búin að saga 18 spýtur í mislangar stærðir, og pússa lítinn sexhyrning til að láta spýturnar mætast þar, já þarna þurfti sko að vera með málin á hreinu og líma mikið.

Þarna er ljósið að púslast saman og teipið notað til að styðja við meðan límið þornaði.

Hér er það svo komið heim og ég farin að mála það í grábláum tón.

En demanturinn var ekki alveg til, ég fór með hann aftur í skólann og sagaði spýtur og pússaði, til að festa allan hringinn... en það varð nú meiri þolinmæðisvinnan...
þetta brotnaði svo allt i sundur þegar ég fór að pússa toppinn fyrir peru ístæðið :(

þannig ljósið fær aðeins að bíða lengur, því það eru fleiri verkefni sem bíða...
ég sýni ykkur það þegar það er komið upp heima :)  með fallegri peru og skemmtilegri lýsingu.
hlakka svo til.




Engin ummæli: