miðvikudagur, 19. nóvember 2014

diy blómapottur



Maður er alltaf að dúlla eitthvað hérna heima, gera fínt, mála og svona...
um daginn ákvað ég að mig langaði svo að setja niður eplasteina og athuga hvort það myndi koma lítið eplatré....

Ég veit, þvílík tilraunastarfsemi.

En ég var í smá vandræðum með blómapott, fann engan sem passaði,
manni var nefnilega ráðlagt að hafa hann frekar lítinn svona fyrst til að byrja með.

Ég leitaði og leitaði hér heima og á endanum fann ég krukku sem ég var ekki að nota.
setti í hana mold og nokkra eplasteina, vökvaði og ætlaði að setja hana í gluggann...
en fannst eitthvað vanta, það var ekki alveg að gera sig að vera með glerkrukku með mold í glugganum...

Ég hafði farið í laugu um daginn og fékk þar brúnan bréfpoka utanum sítrónurnar, ákvað ég að klippa ofan af honum og setja krukkuna ofaní hann, svo fann ég brúnt snæri og vafði um krukkuna og batt hnút efst. Mér fannst þetta bara vera svolítið sniðug og töff hugmynd....

hér koma myndir.




og já vitið til það er farið að vaxa eplatré í stofuglugganum hjá mér...
svo gaman...

þangað til næst kveðja Álfadís ;)

Engin ummæli: