Núna fer alveg að líða að lokum í skólanum, aðeins rúmar 2 vikur eftir...
þessi önn leið alltof fljótt.
Það sem ég hef verið að gera núna á önninni er að teikna í sjónlist og smíða í Tréhönnun..
Þessa önnina ákvað ég bara að byrja rólega, fann nefilega að ég réði ekki alveg við marga áfanga til að byrja með. En það er bara gott mál...
Ég hef voða lítið getað sinnt vinnuaðstöðunni, en einsog þið vitið er ég að flytja á nýjan stað um mánaðamótin og auðvitað leyfi ég ykkur að fylgjast með hvernig sá staður kemur til með að líta út..
hlakka rosalega mikið til að skreyta þar og gera fínt.
Planið hjá mér er svo að safna mér fyrir rennibekk til að geta hannað fallega hluti, og verið má þá til sýnis og sölu á vinnustofunni á Njálsgötu.
já það er margt skemmtilegt á döfinni, og ég skal lofa að vera duglegri að skella einhverju skemmtilegu efni hingað inn...
svo minni ég ykkur á að fylgjast með home magazine, það er að koma nýtt blað í byrjun des og grein eftir mig verður í nýjasta heftinu... Gjafir sem gleðja... þar fáiði að kynnast ýmsum leiðum til að skreyta pakkana og gefa sniðugar gjafir...
jájá nóg um að vera og jólin nálgast :)
Í morgun var sjónlista tíminn niðrí bæ, þar áttum við að teikna skipin og rými á kaffihúsum..
fórum meðal annars á slippbarinn og víkina.
Ég tók þessar myndir í leiðinni :)
hafið það gott, og þangað til næst
kveðja Álfadísin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli