sunnudagur, 25. janúar 2015

Skólinn hafinn á ný



Jæja ég er búin að vera alltof róleg hérna á blogginu undanfarið.
En núna breytist þetta vonandi...

Skólinn er hafinn á ný og margt spennandi sem ég verð að læra þessa önnina.
Ég er í grunnteikningu, markaðsfræði og keramik, ég er samt sem áður spenntust fyrir keramik áfanganum, því þar fæ ég að vinna með höndunum, skapa eittvað fallegt og svo er alltaf svo gaman að sjá lokaútkomuna.

Samhliða skólanum þá er ég að reyna að koma minni hönnun á framfæri, því í fyrra bjó ég til mjög sniðuga barnasnaga sem eru í anda gosa.
Og núna er ég svona að skoða framleiðslumöguleika og er komin með prófíl á Karolinafund sem er í vinnslu líka, fyrst þarf ég svolítið að vita hversu háa upphæð mig vantar til að geta hafið framleiðsluferlið. ótrúlega spennandi tímar framundan, þetta hefst víst allt með þolinmæði og jákvæðni, og það sem mestu máli skiptir er að gefast ekki upp.

Skólinn er að hjálpa mér ótrúlega mikið til að ég geti fundið minn farveg og hvar mínir helstu styrkleikar liggja, því jú maður fær að kynnast því að vinna með mismunandi efni, og það skemmtilegasta er að nemendur skólans fá mjög frjálsar hendur varðandi verkefnin.


Þar sem ég er núna að læra keramik þá langar mig að setja inn nokkrar myndir til að gefa ykkur innblástur. svo set ég inn myndir af því sem ég er að gera..  








Engin ummæli: