þriðjudagur, 17. mars 2015

Fresh start



Jæja núna er sko mikið búið að ganga á, Álfadísin er bara flutt í stærra og betra húsnæði og því fylgir auðvitað breytingar og dúllerí... ég ætla að vera dugleg að taka myndir og sýna ykkur afraksturinn.
Held að það sé eitt það skemmtilegasta sem ég geri að raða húsgögnum, skreyta heimilið og finna hvað smekkur manns þróast og breytist með aldrinum.

Þegar ég byrjaði með Álfadís síðuna og bloggið þá var alltaf pælingin að sýna ykkur hvað ég væri að gera heima hjá mér, koma með uppskriftir og ýmis ráð, fyrst elskaði ég að hafa allt hvítt heima hjá mér í shabby chic stíl, en núna hefur hann þróast yfir í skandinavískan og svolítið hráan en smekklegan stíl. Ég byrjaði þetta allt saman bara á einu litlu bloggi og sýndi myndir frá heimilinu sem urðu síðan til þess að eg fór að mála húsgögn,  móttökurnar voru það góðar að ég leigði mér lítinn skúr útí bæ, Fór að mála fleiri og stærri mublur og allt gekk hrikalega vel, skúrinn stækkaði og móðir mín gekk í lið með mér og úr varð einhverskonar "online verslun" með gömlum og fallegum hlutum.
Við erum núna hættar í því og ætla ég að einblína á að mennta mig og eflaust koma skemmtilegar hugmyndir upp síðar meir.

Ég hef mikið verið að hugsa útí það hvort ég eigi að loka síðunni og byrja uppá nýtt. En það ætla ég ekki að gera, hér mun ég bara blogga um það sem líður á daga mína, taka myndir af heimilinu og gera það sem ég gerði svo vel í byrjun.
Ég elska allt sem tengist hönnun, pælingum og breytingum og vona að þið fylgist með.

kveðja Álfadísin






Engin ummæli: